Erlent

Flugvöllur Luhansk í höndum aðskilnaðarsinna

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðskilnaðarsinnar hvíla sig ofan á skriðdreka í Austur-Úkraínu.
Aðskilnaðarsinnar hvíla sig ofan á skriðdreka í Austur-Úkraínu. Vísir/AFP
Stjórnarher Úkraínu hefur yfirgefið flugvöllinn við borgina Luhansk í austurhluta landsins. Herinn barðist við aðskilnaðarsinna um flugvöllinn í alla nótt, en aðskilnaðarsinnar hafa sótt fram víða á undanförnum dögum.

BBC segir herinn hafa tilkynnt þetta í morgun. AP fréttaveitan segir aðskilnaðarsinna hafa sótt með suðurströnd Úkraínu að undanförnu með góðum árangri.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa, ásamt vesturveldunum, sakað yfirvöld í Rússlandi um að styðja við bakað á aðskilnaðarsinnum í Austur-Úkraínu. Að Rússar hafi gefið þeim vopn, búnað og menn. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir það.

Evrópusambandið hefur boðað hertar viðskiptaþvinganir gegn Rússum eftir að rússneskir hermenn voru handsamaðir af úkraínska hernum.

Þessi mynd sem birt var af NATO er sögð sýna Rússa flytja vígbúnað inn í Úkraínu.Vísir/AFP
Fjöldi fólks hefur flúið átökin í austurhluta Úkraínu. Þar af hafa að minnsta kosti 155 þúsund manns fært sig um set í landinu. Þá hafa minnst 188 þúsund flúið til Rússlands.

Kúnnar á skotsvæði í borginni Liv í Úkraínu æfa sig með því að skjóta á myndir af Vladimir Putin, forseta Rússlands.Vísir/AFP
Hér má sjá kort yfir sókn aðskilnaðarsinna frá því um helgina. Kortið er þó á ensku.Vísir/Graphic News

Tengdar fréttir

Úkraína vill inn í NATO

Framkvæmdastjóri NATO sakar Rússa um hrein og klár brot gegn fullveldi Úkraínu og að stunda hernaðaraðgerðir til stuðnings aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu.

Pútín hvetur til friðarviðræðna

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur hvatt stjórnvöld í Úkraínu til að hefja þegar í stað viðræður um pólitíska lausn á ástandinu í austurhluta Úkraínu.

Pútin vill skipta Úkraínu upp

Vladimír Pútin Rússlandsforseti vill gera austurhluta Úkraínu að sjálfstæðu ríki. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ákveðið að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna framgöngu þeirra gagnvart Úkraínu.

Luhansk að mestu endurheimt

átökin í austanverðri Úkraínu hafa kostað meira en tvö þúsund manns lífið. Um það bil 340 þúsund manns hafi flúið að heiman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×