Innlent

Frestur til að sækja um leiðréttingu rennur út í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fyrsti september er runninn upp.
Fyrsti september er runninn upp. Vísir/ERNIR
Frestur til að sækja um leiðréttingu fasteignaveðlána vegna verðtryggðra fasteignalána rennur út í dag. Þeir sem ekki sækja um úrræðin fyrir lok dags fá höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána ekki lækkaðan.

Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnistjóri skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar, sagði í samtali við Vísi að þeir sem ekki sækja um leiðréttingu á höfuðstól fasteignamála áður en dagurinn er úti verði af leiðréttingunni.

Þeir sem hyggjast nýta skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar en sóttu ekki um fyrir miðnætti í gær urðu af fyrstu tveimur mánuðum úrræðsins.

Þetta byggir á lögum um ráðstöfun séreignarsparnað þar sem segir: 

„Umsókn gildir um iðgjöld sem greidd eru eftir að umsókn berst, þó getur umsókn gilt frá 1. júlí 2014 ef hún berst fyrir 1. september sama ár.“ 

Þjónustuver ríkisskattstjóra er opið frá klukkan 09:30 til 18:00 í dag en sími þjónustuversins er 442-1900.

Rúmlega 65 þúsund manns hafa til þessa sótt um leiðréttingu fasteignaveðlána og að baki umsóknunum standa 100 þúsund einstaklingar.

Þá hafa rúmlega 23 þúsund manns sótt um vegna sérstakrar ráðstöfunar á séreignasparnaði.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×