Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 19:47 Þóra var létt og kát í leikslok. Vísir/stefán Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00