Enski boltinn

Messan: Ronaldo daðrar við Man. Utd.

Cristiano Ronaldo hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu og það fór ekki fram hjá strákunum í Messunni á Stöð 2 Sport.

Stuðningsmenn Manchester United sungu nafn Ronaldo í leik liðsins gegn QPR um helgina og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum ytra að hann kunni að fá 500 þúsund pund í vikulaun komi hann aftur til Manchester.

„Borgið þessum manni bara það sem hann vill,“ sagði Hjörvar Hafliðason en umrætt myndbrot úr Messunni má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Ronaldo dreymir um að fara aftur til Man. Utd

Það er mikið slúðrað um það þessa dagana að Cristiano Ronaldo vilji koma aftur til Man. Utd. Hann er sagður vera óánægður í herbúðum Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×