Enski boltinn

Costa ekki refsað fyrir að slá Gylfa

Diego Costa, framherji Chelsea, missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Swansea um síðustu helgi og sló þá til Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Atvikið fór fram hjá dómurum leiksins og því var ekkert dæmt. Dómararnir skiluðu engri sérstakri skýrslu um málið og enska knattspyrnusambandið mun ekki taka það fyrir. Framherjinn sleppur því með skrekkinn.

Costa er þekktur skaphundur en hann fékk 68 gul og 7 rauð spjöld á átta árum í spænska boltanum.

Atvikið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×