Erlent

Standa saman í baráttunni gegn IS

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn fór fram í París fyrr í dag.
Fundurinn fór fram í París fyrr í dag. Vísir/AFP
Utanríkisráðherrar fjörutíu ríkja hafa heitið því aðstoða íröksk stjórnvöld í baráttu sinni gegn vígamönnum Ríkis íslams (IS). Verði „öllum ráðum beitt“ gegn samtökunum sem ráða yfir stórum landsvæðum í bæði Írak og Sýrlandi.

Fundur fulltrúa ríkjanna fór fram í frönsku höfuðborginni París í dag og var haldinn í boði Francois Hollande Frakklandsforseta og Fuad Masum Íraksforseta.

Hollande sagði við opnun fundarins að þörf væri á samhæfðum alþjóðlegum aðgerðum til að stemma stigu framgöngu liðsmanna IS, en í frétt breska útvarpsins segir að bandaríska leyniþjónustan áætli að milli 20 og 31 þúsund vígamenn berjist nú undir merkjum IS í Írak og Sýrlandi.

Segir að fjörtíu ríki hafi nú heitið því að berjast saman gegn IS, þar af tíu arabaríki – Egyptaland, Írak, Jórdanía, Líbanon, Barein, Kúveit, Óman, Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×