Aftur þarf að hækka framlag Íslands til byggingar nýrra höfuðstöðva Atlantshafsbandalagsins, NATO. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er farið fram á 14,4 milljóna króna hækkun á tímbundnu framlagi vegna höfuðstöðvabyggingarinnar. Það er viðbót við 104,2 milljóna króna framlag sem var samþykkt á fjárlögum ársins 2014.
Framlagið er reiknað í evrum en framlag Íslands á næsta ári er áætlað 747.552 evrur. Á síðasta ári var það 647.312 evrur og er hækkunin því ekki tilkomin vegna sveiflum á gengi krónunnar. Heildarframlög Íslands kemur til með að vera 2.937.186 evrur, sem samsvarar rúmlega 450 milljónum króna á viðmiðunargengi í frumvarpinu, gangi áætlanir um bygginguna eftir.
Þrátt fyrir þetta er reiknað með því að framlög til NATO lækki á næsta ári á heildina litið frá því sem nú er.
Heildarkostnaður við byggingu nýju höfuðstöðvanna er áætlaður 750 milljónir evra. Það samsvarar um 115 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt gengi dagsins í dag. Íslendingar borga aðeins lítinn hluta af þessari upphæð en framlög Íslands eiga að standa undir sem nemur 0,043 prósent af rekstri stofnunarinnar.
Framlag Íslands til byggingar höfuðstöðva NATO hækkar aftur
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
