Innlent

Fólk verji dýr sín fyrir áhrifum loftmengunar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Fólk er hvatt til að verja dýr sín fyrir áhrifum loftmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, en mengunin hefur svipuð áhrif á dýr og fólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Í tilkynningunni segir að áhrifin séu meiri því lengur sem dýrin eru útsett fyrir menguninni , en þegar styrkur brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti er hár þarf að reyna að draga sem best verður á kosið úr álagi á öndunarfæri. Rétt sé að hafa það í huga við smölun þá daga sem mengunin er mikil. Brennisteinsdíoxíð veldur meðal annars ertingu í öndunarfærum og augum.

Engin opinber viðmiðunarmörk eru til fyrir styrk brennisteinsdíoxíðs í umhverfi dýra og rannsóknir eru takmarkaðar. Matvælastofnun mælir með að miðað sé við sömu mörk og gilda fyrir fólk. Heilsuverndarmörk fyrir eina klukkustund eru 350µg/m3 en mörkin fyrir einn sólarhring eru 125µg/m3, skv. reglugerð nr. 251/2002.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×