Allt sterka áfengið verði girt af Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2014 18:45 Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34
Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent