Allt sterka áfengið verði girt af Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2014 18:45 Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
„Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34
Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50