Erlent

Vopnaðar breskar þotur í loftinu yfir Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tornado orrustuþotur breska flughersins flugu í dag yfir Írak, en ekki liggur fyrir hvort loftárás gegn Íslamska ríkinu í Írak hafi átt sér stað. Þoturnar flugu í morgun frá Kýpur eftir að breska þingið samþykkti í gær að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn IS í Írak, en ekki í Sýrlandi.

Þotunum hefur nú verið lent aftur í Kýpur, samkvæmt frétt á vef BBC.

Þegar þeim var flogið á loft í morgun voru þær vopnaðar sprengjum og flugskeytum. Flugherinn vill þó ekki gefa upp hvort vopnum hafi verið beitt.

Bandaríkin hafa gert loftárásir í Írak frá því í ágúst, en Frakkar gengu til liðs við þá í síðustu viku. Um 40 ríki taka nú þátt í hernaðaraðgerðunum gegn IS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×