Erlent

Baráttan gegn IS: Danir leggja til sjö herþotur

Atli Ísleifsson skrifar
Danski flugherinn býr yfir þrjátíu F16 herþotum.
Danski flugherinn býr yfir þrjátíu F16 herþotum. Vísir/AFP
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja sjö orrustuþotur til baráttunnar gegn IS-samtökunum í Írak. Þetta kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins.

Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra mun tilkynna um þetta á fréttamannafundi sem hefst klukkan hálf ellefu að íslenskum tíma. Í fréttinni segir að sjö F-16 þotur verði notaðar í aðgerðinni.

Danska þingið veitti heimild til þess í ágúst að Danir myndu aðstoða við flutning vopna og neyðargagna til norðurhluta Íraks þar sem þúsundir eru á flótta undan ofsóknum IS-liða.

Danski flugherinn býr yfir þrjátíu F16-þotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×