Enski boltinn

Pellegrini kallar Chelsea "lítið lið“ og líkir því við Stoke

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester City og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.

Chelsea spilaði manni fleiri frá 66. mínútu eftir að Pablo Zabaleta var rekinn af velli og komst yfir með marki Þjóðverjast André Schürrle fimm mínútum síðar.

Manni færri jafnaði Manchester City, en markið skoraði gamli Chelsea-maðurinn FrankLampard þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

„Við spiluðum í 90 mínútur á móti litlu liði sem reyndi að verjast,“ sagði ManuelPellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City eftir leikinn, en hann heillaðist vægast sagt ekki af spilamennsku gestanna í leiknum.

„Ég væri ekki ánægður með að spila svona. Tíu leikmenn verjast á þeirra eigin valalrhelmingi, skora úr skyndisókn og reyna svo að verjast þar til flautað er af.“

„Við mættum sama uppleggi þegar við spiluðum við Stoke hérna á heimavelli. Það var erfitt fyrir okkur að skora en það tókst loksins. Úrslitin sýna ekki hvað liðin gáfu í leikin yfir 90 mínútur,“ sagði Manuel Pellegrini.


Tengdar fréttir

Pellegrini ver Yaya Toure

Pellegrini tekur upp hanskann fyrir Yaya Toure sem hefur oft spilað betur en í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×