Óútskýrðir 100 fermetrar í húsi Árna Johnsen: „Ég veit ekkert um þetta“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. október 2014 16:46 Árni Johnsen segist ekki vita um þessa auka 100 fermetra sem auglýstir eru í húsinu hans. „Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“ Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
„Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira