Fótbolti

Aron Elís samdi til þriggja ára | Verður í treyju númer ellefu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Elís verður í treyju númer ellefu.
Aron Elís verður í treyju númer ellefu. Mynd/Vefur Álasundar
Víkingurinn Aron Elís Þrándarson skrifaði í dag undir samning við norska úrvalsdeildarfélagið Álasund. Samningurinn er til þriggja ára. Kaupverðið er 30 milljónir króna samkvæmt heimildum Vísis.

Álasund greinir frá þessu á vef sínum í dag þar sem sjá má myndir frá undirskriftinni. Vísir greindi frá því í morgun að Aron Elís væri í læknisskoðun hjá Norðmönnunum.

„Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ sagði Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu, við Vísi á dögunum.

Aron Elís verður 20 ára gamall í nóvember og var lykilmaður í liði Víkinga í sumar. Hann á samtals að baki 65 leiki í deild og bikar með liðinu og hefur skorað í þeim 26 mörk.


Tengdar fréttir

Aron mun spila með Víkingum í lokaumferðinni

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hyggst Víkingur tefla fram sóknartengiliðnum Aroni Elísi Þrándarsyni í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta þrátt fyrir að vera búið að taka tilboði Álasunds í leikmanninn unga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×