Gert að grafa upp hund sinn og fjarlægja leiðið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 22:39 Ármanni þótti vænt um hundinn sinn og útbjó lítið leiði eftir að dýrið varð fyrir bíl og dó. Mynd/Ármann Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira