Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:30 Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira