Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:30 Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna. Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna.
Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira