Fótbolti

Leik hætt í Belgrad vegna dróna og slagsmála | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Enski dómarinn Martin Atkinson þurfti fyrst að stöðva leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM 2016 í fótbolta í kvöld og síðar blása hann endanlega af.

Ástæða þess var lyginni líkust, en undir lok fyrri hálfleiks flaug dróni yfir völlinn sem albanski fáninn var hengdur í.

Þegar Stefan Mitrovic og NemanjaGulej, leikmenn Serbíu, komust að drónanum og handléku albanska fánann urðu leikmenn Albana mjög reiðir og réðust að Serbunum. Þegar leikmennirnir fóru hver að ýta öðrum vildu nokkrir áhorfendur einnig vera með í látunum og hlupu inn á völlinn.

Sem fyrr segir þurfti Martin Atkinson að blása leikinn af og verður þetta mál væntanlega tekið fyrir á næstu dögum hjá UEFA.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Stefan Mitrovic horfir til himins.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×