Fótbolti

O'Shea hetja Íra - Ronaldo með sigurmark

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John O'Shea fagnar með Írum í kvöld.
John O'Shea fagnar með Írum í kvöld. vísir/getty
John O'Shea, leikmaður Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, reyndist hetja Íra í kvöld sem náðu í stig gegn heimsmeisturum Þjóðverja, 1-1, í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Toni Kroos kom Þjóðverjum yfir í Gelsenkirchen í kvöld með fallegu skoti á 71. mínútu, en O'Shea jafnaði með skoti af stuttu færi í uppbótartíma.

Í sama riðli gerðu Pólverjar og Skotar 2-2 jafntefli og Georgía vann Gíbraltar, 0-3. Pólverjar á toppi riðilsins með sex stig líkt og Írar en Þjóðverjar með þrjú stig.

Norður-Írar unnu Grikki, 2-0, á útivelli í kvöld og eru á toppi F-riðils. JamieWard og KyleLafferty skoruðu mörkin. Rúmenar lögðu Finna í sama riðli og Ungverjar mörðu útisigur á Færeyingum.

Cristiano Ronaldo var einnig hetja sinna manna í Portúgal sem unnu Dani, 1-0. Eina markið skoraði Ronaldo með skalla á 95. mínútu. Leik Serba og Albana var hætt vegna óláta.

D-riðill

Þýskaland - Írland 1-1

1-0 Toni Kroos (71.), 1-1 John O'Shea (90.+1)

Gíbraltar - Georgía 0-3

Pólland - Skotland 2-2

E-riðill

San Marínó - Sviss 0-4

F-riðill

Færeyjar - Ungverjaland 0-1

Finnland - Rúmenía 0-1

Grikkland - Norður-Írland 0-2

I-riðill

Danmörk - Portúgal 0-1

0-1 Cristiano Ronaldo (90.+5)

Serbía - Albanía leik hætt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×