Hann segist sömuleiðis skilja viðhorf ISNICs og að það fyrirtæki vilji ekki lenda undir ásökunum um að styðja hryðjuverkasamtök.
„Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er að upprunalega þegar léninu var lokað var það gert á þeim forsendum að það bryti í bága laga gegn hatursáróðri. Athugaðu, ekki lög gegn því að sýna morð. Það eru engin lög gegn því að sýna morð.“
Á síðunni var meðal annars hægt að horfa á myndbönd af aftökum IS á gíslum sínum frá Bandaríkjunum og Bretlandi.
Lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar
„Eins og ég hef margoft bent á, bæði í pontu og fjölmiðlum árum saman, er hættan við lög gegn hatursáróðri sú að hún útilokar nauðsynlegar upplýsingar um ljót mál. Eins og Ríki íslams.“
„Eina leiðin fyrir mig sem borgara eða rannsakanda til að kynna mér Ríki íslams, er að kynna mér gögn sem eru bönnuð. Þetta þýðir að ég er algerlega háður túlkun yfirvalda á fyrirbærinu. Það stemmir ekki við lýðræðissamfélagið,“ segir Helgi og bætir við:
„Borgarinn verður að geta haft aðgang að sömu upplýsingum og yfirvöld þegar kemur að því að túlka svona málefni.“
Helgi segist einnig skilja að forsvarsmenn ISNIC hafi fundað sérstaklega og leitað leiða til að losa sig við lénið. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að samkvæmt reglum þurfi sá sem sé með skráð lén á Íslandi að fara eftir íslenskum lögum.
„En ef það á í alvöru talað að fara að framfylgja íslenskum lögum í öllum svona málum þá vil ég benda á að það er til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum á Íslandi. Þannig að ef ég fæ mér gudlast.is, má ég það?“
Hér að neðan má sjá Facebook færslu Helga um málið og tíst frá forsvarsmönnum síðunnar um að vonandi verði hún opnuð aftur.
Alhamdulillah, @isnic have declined to continue allowing khilafah.is the use of their ccTLD. In'shaa'Allah the website will return soon.
— QA.AF (@QA_AF) October 12, 2014