Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2014 14:45 Forsvarsmenn khilafah.is vonast til þess að geta opnað síðuna aftur. Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. „Það hefði verið réttmætt að loka síðunni á þeim forsendum ef reglurnar hefðu boðið upp á það. Að það sé misvísandi að nota .is fyrir Islamic State. Ég hefði skilið það,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segist sömuleiðis skilja viðhorf ISNICs og að það fyrirtæki vilji ekki lenda undir ásökunum um að styðja hryðjuverkasamtök. „Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er að upprunalega þegar léninu var lokað var það gert á þeim forsendum að það bryti í bága laga gegn hatursáróðri. Athugaðu, ekki lög gegn því að sýna morð. Það eru engin lög gegn því að sýna morð.“ Á síðunni var meðal annars hægt að horfa á myndbönd af aftökum IS á gíslum sínum frá Bandaríkjunum og Bretlandi.Lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar „Eins og ég hef margoft bent á, bæði í pontu og fjölmiðlum árum saman, er hættan við lög gegn hatursáróðri sú að hún útilokar nauðsynlegar upplýsingar um ljót mál. Eins og Ríki íslams.“ „Eina leiðin fyrir mig sem borgara eða rannsakanda til að kynna mér Ríki íslams, er að kynna mér gögn sem eru bönnuð. Þetta þýðir að ég er algerlega háður túlkun yfirvalda á fyrirbærinu. Það stemmir ekki við lýðræðissamfélagið,“ segir Helgi og bætir við: „Borgarinn verður að geta haft aðgang að sömu upplýsingum og yfirvöld þegar kemur að því að túlka svona málefni.“ Helgi segist einnig skilja að forsvarsmenn ISNIC hafi fundað sérstaklega og leitað leiða til að losa sig við lénið. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að samkvæmt reglum þurfi sá sem sé með skráð lén á Íslandi að fara eftir íslenskum lögum. „En ef það á í alvöru talað að fara að framfylgja íslenskum lögum í öllum svona málum þá vil ég benda á að það er til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum á Íslandi. Þannig að ef ég fæ mér gudlast.is, má ég það?“ Hér að neðan má sjá Facebook færslu Helga um málið og tíst frá forsvarsmönnum síðunnar um að vonandi verði hún opnuð aftur. Post by Helgi Hrafn Gunnarsson. Alhamdulillah, @isnic have declined to continue allowing khilafah.is the use of their ccTLD. In'shaa'Allah the website will return soon.— QA.AF (@QA_AF) October 12, 2014 Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 ISIS uses Icelandic URL - "Something that can't be prevented" The website for the Islamic terrorist organization ISIS is registered in Iceland. The director of ISNIC, the company that handles all Icelandic website registrations, says that it was only a matter of time until ISIS would get a website with a .is ending. 11. október 2014 13:55 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. „Það hefði verið réttmætt að loka síðunni á þeim forsendum ef reglurnar hefðu boðið upp á það. Að það sé misvísandi að nota .is fyrir Islamic State. Ég hefði skilið það,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segist sömuleiðis skilja viðhorf ISNICs og að það fyrirtæki vilji ekki lenda undir ásökunum um að styðja hryðjuverkasamtök. „Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er að upprunalega þegar léninu var lokað var það gert á þeim forsendum að það bryti í bága laga gegn hatursáróðri. Athugaðu, ekki lög gegn því að sýna morð. Það eru engin lög gegn því að sýna morð.“ Á síðunni var meðal annars hægt að horfa á myndbönd af aftökum IS á gíslum sínum frá Bandaríkjunum og Bretlandi.Lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar „Eins og ég hef margoft bent á, bæði í pontu og fjölmiðlum árum saman, er hættan við lög gegn hatursáróðri sú að hún útilokar nauðsynlegar upplýsingar um ljót mál. Eins og Ríki íslams.“ „Eina leiðin fyrir mig sem borgara eða rannsakanda til að kynna mér Ríki íslams, er að kynna mér gögn sem eru bönnuð. Þetta þýðir að ég er algerlega háður túlkun yfirvalda á fyrirbærinu. Það stemmir ekki við lýðræðissamfélagið,“ segir Helgi og bætir við: „Borgarinn verður að geta haft aðgang að sömu upplýsingum og yfirvöld þegar kemur að því að túlka svona málefni.“ Helgi segist einnig skilja að forsvarsmenn ISNIC hafi fundað sérstaklega og leitað leiða til að losa sig við lénið. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að samkvæmt reglum þurfi sá sem sé með skráð lén á Íslandi að fara eftir íslenskum lögum. „En ef það á í alvöru talað að fara að framfylgja íslenskum lögum í öllum svona málum þá vil ég benda á að það er til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum á Íslandi. Þannig að ef ég fæ mér gudlast.is, má ég það?“ Hér að neðan má sjá Facebook færslu Helga um málið og tíst frá forsvarsmönnum síðunnar um að vonandi verði hún opnuð aftur. Post by Helgi Hrafn Gunnarsson. Alhamdulillah, @isnic have declined to continue allowing khilafah.is the use of their ccTLD. In'shaa'Allah the website will return soon.— QA.AF (@QA_AF) October 12, 2014
Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 ISIS uses Icelandic URL - "Something that can't be prevented" The website for the Islamic terrorist organization ISIS is registered in Iceland. The director of ISNIC, the company that handles all Icelandic website registrations, says that it was only a matter of time until ISIS would get a website with a .is ending. 11. október 2014 13:55 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00
ISIS uses Icelandic URL - "Something that can't be prevented" The website for the Islamic terrorist organization ISIS is registered in Iceland. The director of ISNIC, the company that handles all Icelandic website registrations, says that it was only a matter of time until ISIS would get a website with a .is ending. 11. október 2014 13:55
Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58
ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47
ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16