Brasilía vann Argentínu í æfingarleik sem fram fór í Kína í dag, en Diego Tardelli var hetja Brasilíu.
Tardelli kom þeim guklæddu yfir eftir 28. mínútna leik, en hann spilar með Atlético Mineiro í heimalandinu.
Argentína fékk vítaspyrnu á 40. mínútu og Lionel Messi steig á punktinn, en lét Jefferson verja frá sér. Þetta er þriðja vítið af síðustu fjórum sem Messi klikkar fyrir Barcelona og Argentínu.
Eftir tæpar tuttugu mínútur í síðari hálfleik var röðin aftur kominn að Tardelli, en hann skoraði þá eftir afar slæman varnarleik Argentínu.
Mikill hiti var í leiknum, en leiknum lauk með 2-0 sigri Brasilíu.
Brasilía vann grannaslaginn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



