Fótbolti

Gylfi betri í dag en í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í baráttunni í gær.
Gylfi í baráttunni í gær. Vísir/Valli
Meiri líkur eru í dag en í gær að Gylfi Þór Sigurðsson spili með íslenska landsliðinu gegn Hollandi á mánudag.

Gylfi fékk högg á öklann strax á fyrstu mínútu leiksins, en harkaði af sér. Vonir standa til að hann geti spilað á mánudag og er staðan betri í dag en í gær.

Gylfi spilaði frábærlega í gær og skoraði meðal annars fyrsta mark leiksins með laglegu skoti.

Þeir sem spiluðu ekki í leiknum í gær æfðu í Riga í morgun, en liðið ferðast heim í dag og tekur létta æfingu síðdegis.


Tengdar fréttir

Hannes: Líður ekki vel í svona leikjum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur.

Aldrei unnið tvo fyrstu leikina í undankeppni

Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu fá í kvöld kjörið tækifæri til að vera í fyrsta sinn með fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni HM og EM. Ísland vann fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016 á móti Tyrkjum og mætir Lettlandi í kvöld.

Gylfi: Vildi klára leikinn

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks.

Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða

Ísland hefur aldrei byrjað betur í undankeppni stórmóts. Það varð ljóst eftir glæstan 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga í gær. Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason skoruðu mörk Íslands í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×