Fótbolti

Ólafur Karl: Erfitt að glíma við Scholz

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Karl og Scholz berjast einu sinni sem oftar í dag.
Ólafur Karl og Scholz berjast einu sinni sem oftar í dag. vísir/daníel
„Þetta var erfitt enda okkar áætlun að verjast. Ég ætlaði ekkert að fara á móti því," sagði Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen eftir leik Danmerkur og Íslands í Álaborg.

„Ég fékk tvo möguleika í leiknum en nýtti þá ekki. Það var allt liðið að hlaupa mikið. Þó svo við séum að spila svona vörn þá eigum við að geta gert meira fram á við."

Ólafur Karl glímdi við fyrrum Stjörnumanninn, Alexander Scholz, í leiknum.

„Það var erfitt að glíma við hann. Ég þekki hann nú reyndar ekkert mikið," sagði Ólafur og bætti við léttur að Scholz væri að bæta sig. Hann væri á réttri leið."

Ólafur segir að liðið þurfi að sýna að það geti vel sótt gegn Dönum á heimavelli.

„Við erum ekkert hoppandi glaðir en auðvitað ánægðir með að hafa haldið núllinu. Það er það sem er jákvæðast við leikinn. Ég persónulega er samt frekar svekktur að við höfum ekki náð að setja eitt mark í leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×