Fjörutíu nefndir starfa á vegum Sigmundar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. október 2014 11:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætisráðherra og yfir nefndunum. Margar nefndanna eru fastanefndir. Vísir / Daníel Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum. Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis.Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra. Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum. Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar. Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál. Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins. Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins. Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum. Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári. Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins:Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd)Almannavarna- og öryggismálaráð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónurOrðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónurRáðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónurÚrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónurVísinda- og tækniráð 2012 - 2015 - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónurÞingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónurFastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd)Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónurMálnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd)Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd)Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd)Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónurRitnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta - (Verkefnanefnd)Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónurSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónurSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd)Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónurStarfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd)Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónurStýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd)Verkefnisstjórn um græna hagkerfið - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónurNefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir - (Verkefnanefnd)Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd) Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum. Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis.Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra. Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum. Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar. Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál. Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins. Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins. Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum. Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári. Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins:Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd)Almannavarna- og öryggismálaráð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónurOrðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónurRáðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónurÚrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónurVísinda- og tækniráð 2012 - 2015 - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónurÞingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónurFastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd)Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónurMálnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd)Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd)Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd)Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónurRitnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta - (Verkefnanefnd)Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónurSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónurSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd)Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónurStarfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd)Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónurStýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd)Verkefnisstjórn um græna hagkerfið - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónurNefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir - (Verkefnanefnd)Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd)
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira