Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2014 08:38 Vísir/AFP Friðarverðlaun Nóbels 2014 verða afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai. Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar tilkynnti þetta í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. „Í fátækum löndum heimsins, þar sem 60 prósent íbúa eru undir 25 ára aldri. Er það forsenda friðsamlegrar þróunar að réttindi barna og ungs fólk sé virt. Sérstaklega á átakasvæðum, en ofbeldi gegn börnum leiðir til áframhaldandi átaka á milli kynslóða,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.Kailash Satyarhi hefur leitt fjölda friðsamlegra mótmæli gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann hefur einnig komið að þróun alþjóðlegra samninga um réttindi barna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala Yousafzay barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig í Pakistan. Með því hefur hún sýnt fram á að ungt fólk geti tekið þátt í baráttu fyrir auknum réttinum. Með hetjulegri baráttu sinni er hún orðin einn helsti talsmaður ungra kvenna sem vilja mennta sig. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Hér má sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, en 51 prósent þeirra eru fæddir í Evrópu. Verðlaunin hafa nú verið veitt 95 sinnum frá 1901 og tveimur verðlaunum hefur verið skipt á milli þriggja einstaklinga. Víetnaminn Le Duc Tho átti að fá friðarverðlaunin árið 1973 ásamt Bandaríkjamanninum Henry Kissinger. Hann neitaði þó að taka á móti verðlaununum. Hér má sjá fleiri staðreyndir um friðarverðlaun Nóbels. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Friðarverðlaun Nóbels 2014 verða afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai. Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar tilkynnti þetta í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. „Í fátækum löndum heimsins, þar sem 60 prósent íbúa eru undir 25 ára aldri. Er það forsenda friðsamlegrar þróunar að réttindi barna og ungs fólk sé virt. Sérstaklega á átakasvæðum, en ofbeldi gegn börnum leiðir til áframhaldandi átaka á milli kynslóða,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.Kailash Satyarhi hefur leitt fjölda friðsamlegra mótmæli gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann hefur einnig komið að þróun alþjóðlegra samninga um réttindi barna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala Yousafzay barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig í Pakistan. Með því hefur hún sýnt fram á að ungt fólk geti tekið þátt í baráttu fyrir auknum réttinum. Með hetjulegri baráttu sinni er hún orðin einn helsti talsmaður ungra kvenna sem vilja mennta sig. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Hér má sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, en 51 prósent þeirra eru fæddir í Evrópu. Verðlaunin hafa nú verið veitt 95 sinnum frá 1901 og tveimur verðlaunum hefur verið skipt á milli þriggja einstaklinga. Víetnaminn Le Duc Tho átti að fá friðarverðlaunin árið 1973 ásamt Bandaríkjamanninum Henry Kissinger. Hann neitaði þó að taka á móti verðlaununum. Hér má sjá fleiri staðreyndir um friðarverðlaun Nóbels. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira