Handbolti

Kolding enn á sigurbraut

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron fagnar reglulega þessa dagana
Aron fagnar reglulega þessa dagana vísir/getty
Kolding sem Aron Kristjánsson þjálfar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta lagði GOG 34-28 í deildinni í kvöld.

GOG var tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14 en Kolding náði yfirhöndinni strax í upphafi seinni hálfleiks og vann að lokum öruggan sigur.

Lasse Andersson skoraði 10 mörk fyrir Kolding. Kasper Andersen skoraði 6 mörk og Martin Dolk 5.

Kenneth Dahl Jörgensen skoraði 7 mörk fyrir GOG og Minik Dahl Höegh 5.

Kolding er á toppi deildarinnar með 19 stig í 10 leikjum. GOG er í 11. sæti með 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×