Handbolti

Arna Sif og félagar unnu góðan útisigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Sif Pálsdóttir.
Arna Sif Pálsdóttir. Vísir/Valli
Arna Sif Pálsdóttir og félagar hennar í SK Aarhus unnu góðan níu marka útisigur á Ringköbing, 34-25, í kvöld í uppgjöri liðanna í sjöunda og áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Arna Sif skoraði fjögur mörk úr sex skotum í leiknum en þrjú af mörkum hennar komu í fyrri hálfleiknum sem SK Aarhus vann 17-13.

Arna Sif Pálsdóttir var valin í lið umferðarinnar á undan og er í stóru hlutverki hjá Árósarliðinu. Line Uno var markahæst í liði SK Aarhus með tíu mörk og Anna Okkels skoraði sex mörk.

SK Aarhus var búið að tapa tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni en hefur nú unnið 3 af fyrstu 9 deildarleikjum sínum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×