Erlent

Hersveitir Kúrda komnir til Kobane

Samúel Karl Ólason skrifar
Kúrdarnir fögnuðu ákaft þegar þeir fóru yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands.
Kúrdarnir fögnuðu ákaft þegar þeir fóru yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands. Vísir/AP
Íraskir hermenn Kúrda fóru í dag yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands til að hjálpa við vörn Kobane gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin.

Samkvæmt frétt á vef BBC héldu þeir til víglínunnar um fjóra kílómetra vestur af borginni. Talið er að þeir séu vopnaðir stórum vélbyssum og vopnum gegn skriðdrekum, en verjendur Kobane hafa tjáð sig um að þá hafi vantað slík vopn.

Þegar þeir fóru yfir landamærin fögnuðu þeir ákaft og veifuðu fánum.

Baráttan um Kobane hefur staðið yfir í sex vikur. Talið er að um 800 hafi fallið í átökunum og rúmlega 200 þúsund manns hafa flúið til Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×