Helstu vörur fyrirtækisins eru hálsmixtúrur fyrir börn og fullorðna, Soprano-hálstöflur og hylki. Einnig framleiðir fyrirtækið nokkrar tegundir áfengis eins og Fjallagrasa snafs sem er mjög vinsæll.
Upphaflega var framleiðslan unnin úr íslenskum fjallagrösum en er nú í vaxandi mæli unnin úr öðrum íslenskum jurtum og náttúruefnum. Fjallagrös eru vel þekkt lækningajurt og viðurkennd sem náttúrulyf í mörgum löndum. Þau eru jafnan kennd við Ísland enda er latneska heiti jurtarinnar Cetraria Islandica.

Íslensk fjallagrös leggur áherslu á að vörurnar séu heilnæmar og innihaldi nær eingöngu náttúruleg hráefni. Vörurnar eiga að vera hentugar og aðgengilegar fólki í nútíma þjóðfélagi og hæfar bæði til sölu á Íslandi og erlendis. Markhópur eru almennir neytendur á Íslandi og ferðamenn, en einnig er unnið markvisst að því frá upphafi að þær henti til útflutnings. Vörurnar hafa um árbil verið seldar í Þýskalandi og nú er einnig að hefjast útflutningur til Hollands.
Nánari upplýsingar má finna inn á www.fjallagros.is.