Handbolti

Kolding með enn einn sigurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar eru á toppnum í Danmörku.
Aron og félagar eru á toppnum í Danmörku. Vísir/Getty
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í KIF Kolding unnu öruggan sigur á SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leikurinn var jafn framan af en Kolding tók völdin um miðjan fyrri hálfleik og leiddi með sjö mörkum, 8-15, í leikhléi.

SønderjyskE réði ekkert við sterkan varnarleik dönsku meistarana sem unnu að lokum níu marka sigur, 19-28.

Lasse Andersson var markahæstur í liði Kolding með sex mörk, en Martin Dolk kom næstur með fimm.

Magnus Gullerud skoraði mest fyrir SønderjyskE, eða fimm mörk. Daníel Freyr Andrésson varði eitt af þeim fimm skotum sem hann reyndi við í marki SønderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×