Handbolti

Alexander sterkur er Löwen fór á toppinn

Alexander Petersson.
Alexander Petersson. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen komst aftur á toppinn og Rúnar Kárason steig aftur út á handboltavöllinn í kvöld.

Löwen vann frábæran þriggja marka útisigur, 26-29, á Evrópumeisturum Flensburg. Liðið er með sama stigafjölda og Kiel en með betri markatölu.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Hannover-Burgdorf vann öruggan átta marka sigur, 39-31, á Bergischer. Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Hannover gegn sínu gamla félagi. Hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla og gott að sjá hann aftur á vellinum.

Björgvin Páll Gústavsson varði sex skot í marki Bergischer og Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir liðið.

Sigurbergur Sveinsson skoraði svo tvö mörk fyrir Erlangen sem tapaði með tíu marka mun, 34-24, fyrir Hamburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×