M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 14:27 Tómas segir að á því húsi þar sem maurarnir fundust hafi ekki verið almennilegt viðhald í áratugi. „Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“ Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
„Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12