Erlent

Norðmenn hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar

Atli Ísleifsson skrifar
Norðmenn hækkuðu viðbúnaðarstig vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar í sumar,
Norðmenn hækkuðu viðbúnaðarstig vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar í sumar, Vísir/AFP
Norska öryggislögreglan (PST) hefur hækkað viðbúnaðarstig vegna  hryðjuverkaógnar og telur trúlegt að reynt verði að fremja hryðjuverk í landinu innan árs.

„PST og leyniþjónustan hafa áður varað við neikvæðri þróun. Síðustu mánuði hefur ástandið versnað,“ segir í tilkynningu PST á heimasíðu sinni.

Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að lögreglan álíti sem svo að hryðjuverkamenn hyggi á árás á landið innan tólf mánaða.

Norðmenn hækkuðu viðbúnaðarstig vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar í sumar, en það var síðar lækkað án þess að nokkurt hryðjuverk hafi átt sér stað.

Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa handtekið fjölda manns síðustu mánuði og ár vegna gruns um áætlanir um að fremja hryðjuverk. Margir hinna handteknu hafa verið í tengslum við vígasveitir ISIS í Sýrlandi og Írak.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×