Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira