Ísland komst yfir með marki Ragnars Sigurðssonar en það var fyrsta mark miðvarðarins í 42. landsleik hans.
Í uppbótartíma í fyrri hálfleik jöfnuðu Tékkar metin en þar var að verki Pavel Kaderábek með skalla eftir aukaspyrnu.
Íslendingar voru sjálfum sér verstir í seinni hálfleik, en það var Jón Daði Böðvarsson sem skoraði sigurmark Tékka þegar boltinn fór af honum eftir fyrirgjöf og í íslenska markið. Mikil óheppni.
Mörkin þrjú má sjá í myndböndunum hér að neðan.