Unnið að aðgerðum í þágu leigjenda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 13:44 Eygló bendir á að hvatning felist í séreignalífeyrissparnaðarleiðinni fyrir ungt fólk á leigumarkaði. Vísir Unnið er að aðgerðum í þágu þeirra sem eru á leigumarkaði samkvæmt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún hafnaði því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnist ekki leigjendum. Eygló segir að það hafi komið skýrt fram að stjórnvöld séu að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum. „Bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármála-og efnahagsráðherra sögðu á kynningunni og við blaðamenn á kynningunni að það væri verið að vinna að tillögum sem snúa að leigjendum og við höfum sýnt það, svo sannarlega, að þessir menn standa við orð sín,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að horfa framhjá leigjendum í aðgerðum sem kynntar voru á mánudag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra en hann var fyrirspyrjandi í umræðunum í dag. „Fólkið á leigumarkaðnum varð fyrir alveg sama áfallinu, leiga þess hækkaði í takt við þá óðaverðbólgu sem hér varð eftir hrun,“ sagði Helgi. „Ég held að flestum, ef ekki öllum, í þessum sal finnist það sjálfsagt sanngirnis- og réttlætismál að fyrst verið er að leiðrétta verðtryggð lán hjá þeim sem þó eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði hljóti þeir sem eru á leigumarkaði að eiga að njóta sams konar aðgerða.“ Eygló hafnaði því að leigjendur fengu ekki ávinning af skuldaaðgerðunum. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún. „Síðan vil ég benda á að í séreignarsparnaðinum er sérstaklega verið að hvetja ungt fólk, sem er þá væntanlega á leigumarkaðnum, til þess að leggja til hliðar og það getur þá notað það sem útborgun til kaupa á húsnæði,“ sagði Eygló í umræðunum. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Unnið er að aðgerðum í þágu þeirra sem eru á leigumarkaði samkvæmt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún hafnaði því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnist ekki leigjendum. Eygló segir að það hafi komið skýrt fram að stjórnvöld séu að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum. „Bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármála-og efnahagsráðherra sögðu á kynningunni og við blaðamenn á kynningunni að það væri verið að vinna að tillögum sem snúa að leigjendum og við höfum sýnt það, svo sannarlega, að þessir menn standa við orð sín,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að horfa framhjá leigjendum í aðgerðum sem kynntar voru á mánudag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra en hann var fyrirspyrjandi í umræðunum í dag. „Fólkið á leigumarkaðnum varð fyrir alveg sama áfallinu, leiga þess hækkaði í takt við þá óðaverðbólgu sem hér varð eftir hrun,“ sagði Helgi. „Ég held að flestum, ef ekki öllum, í þessum sal finnist það sjálfsagt sanngirnis- og réttlætismál að fyrst verið er að leiðrétta verðtryggð lán hjá þeim sem þó eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði hljóti þeir sem eru á leigumarkaði að eiga að njóta sams konar aðgerða.“ Eygló hafnaði því að leigjendur fengu ekki ávinning af skuldaaðgerðunum. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún. „Síðan vil ég benda á að í séreignarsparnaðinum er sérstaklega verið að hvetja ungt fólk, sem er þá væntanlega á leigumarkaðnum, til þess að leggja til hliðar og það getur þá notað það sem útborgun til kaupa á húsnæði,“ sagði Eygló í umræðunum.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira