Fótbolti

Katar verður hreinsað af ásökunum um mútur

Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. vísir/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, mun í dag birta skýrslu þar sem hermt er að Katar verði hreinsað af ásökunum um að hafa keypt HM 2022.

Því hefur verið haldið fram að Katar hafi keypt keppnina og mútað nefndarmönnum FIFA. Eiga þeir að hafa fengið hátt í 600 milljónir króna frá Katar.

Siðanefnd FIFA er búin að fara yfir málið og mun birta skýrsluna í dag. Hún á líkast til eftir að vekja mikla athygli.

Nefndarmenn FIFA hafa einnig verið ásakaðir um að þiggja mútur frá Rússum sem fengu HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×