Fótbolti

Aron saknar strákanna í landsliðinu

Aron í endurkomuleiknum sínum.
Aron í endurkomuleiknum sínum. vísir/getty
Eftir tvær aðgerðir og langa endurhæfingu er Aron Jóhannsson mættur aftur út á knattspyrnuvöllinn.

Aron átti frábært tímabil með AZ Alkmaar í fyrra og vann sér síðan sæti í HM-hópi Bandaríkjanna. Hann fór meiddur á HM og kom inn af bekknum í einum leik Bandaríkjanna.

Eftir HM fór hann í aðgerð á ökkla og nokkrum vikum síðar þurfti hann að fara í aðgerð vegna nárameiðsla. Allt í allt var hann frá í fjóra mánuði.

„Það er mjög niðurdrepandi að vera meiddur svona lengi en maður verður að vera jákvæður. Það er líka nauðsynlegt að vera í góðu umhverfi og hafa gott fólk í kringum sig til þess að komast í gegnum svona mótlæti. Ég bý svo vel að vera í slíku umhverfi," segir Aron við American Soccer Now.

„Ég hef haft nokkra mánuði til þess að styrkja líkamann og ég er líkamlega sterkari nú en áður. Nú vantar mig bara fleiri leiki til þess að komast í leikæfingu og ég verð vonandi betri leikmaður í kjölfarið."

Aron segir það hafa tekið á að geta ekki verið með í síðustu landsliðsverkefnum.

„Í hvert skipti sem ég sá myndir frá félögunum í landsliðsferðunum varð ég dapur. Ég vildi vera þarna með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×