Handbolti

Leiktímar Íslands í riðlakeppninni á HM í Katar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimsmeistaramótið í handbolta sem haldið verður í Katar hefst 15. janúar og verður Ísland með eftir mikið jappl, jaml og fuður.

Strákarnir okkar hefja leik degi síðar og mæta Svíum í fyrstu umferð C-riðils klukkan 18.00 að íslenskum tíma.

Daginn eftir mætir Ísland liði Alsír klukkan 16.00, en allir leikirnir fara fram annað hvort klukkan fjögur eða sex.

Farið verður beint í 16 liða úrslit eins og á HM á Spáni 2013, en þeir leikir verða spilaðir klukkan 15.30 og 18.00.

Leikir og leiktímar Íslands á HM í Katar:

16. janúar

18.00 Svíþjóð - Ísland

18. janúar

16.00 Ísland - Alsír

20. janúar

18.00 Frakkland - Ísland

22. janúar

16.00 Ísland - Tékkland

24. janúar

16.00 Egyptaland - Ísland


Tengdar fréttir

Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld.

Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin

Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum.

Voru Þjóðverjar öryggir með sæti á HM fyrir umspilið?

Þýskaland var fyrsta landsliðið sem fékk "gefins" sæti á HM í handbolta í Katar en síðan hafa Ísland og Sádí-Arabía einnig komist bakdyramegin inn á Heimsmeistaramótið sem fer fram í janúar næstkomandi.

Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til

Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar.

Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×