Innlent

Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hugleikur leggur til að íslenskir karlmenn reyni við Blanc ef hann kemur til landsins.
Hugleikur leggur til að íslenskir karlmenn reyni við Blanc ef hann kemur til landsins.
Facebook-færsla Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc hafa nú vakið athygli út fyrir landsteinana, en um þau er fjallað í netútgáfu breska blaðsins The Independent í dag.

Í Facebook-færslunni lagði Hugleikur til að í stað þess að Blanc yrði bannað að koma til Íslands, og halda hér námskeið um hvernig eigi að ná sér í konu, myndu íslenskir karlmenn taka sig saman og reyna við hann þegar hann kæmi til landsins.

Stakk hann meðal annars upp á að hann yrði blikkaður og honum strokið um lærið. Hugleikur sagði að slíkur gjörningur myndi síst láta Blanc líða eins og hetju:

„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu.

Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!"

Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“

Tilefni skrifa Hugleiks var það að undirskriftalisti var settur í gang á netinu þar sem því var mótmælt að Blanc fengi að koma til Íslands og halda námskeið sitt og fyrirlestur. Þær aðferðir sem Blanc boðar að séu áhrifaríkar hafa hins vegar verið mjög umdeildar, þar sem hann hefur meðal annars sakaður um að kenna hvernig eigi að beita konur ofbeldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×