NFL-stjarnan Adrian Peterson hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var kærður fyrir að flengja fjögurra ára gamlan son sinn með trjágrein.
Í kjölfarið var hann settur í bann í NFL-deildinni og fær ekki að spila meira í vetur. Hann er eðlilega mjög sár yfir þessu öllu saman.
„Ég mun aldrei nota trjágrein aftur. Ég veit nú að það eru til margar aðrar aðferðir til þess að aga börn," sagði Peterson við USA Today.
Hann hefur misst marga styrktaraðila og fær ekki greitt meðan hann er í banni. Fjárhagslegt tjón er því gríðarlegt fyrir leikmanninn.
Félag hans, Minnesota Vikings, er að spá í að losa sig við hann og sjálfur segir hann að það gæti verið gott að byrja upp á nýtt á nýjum stað.
Sport