Fótbolti

Dagný og Berglind heim í sigurhátíðina í einkaflugvél

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagna hér með félögum sínum.
Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagna hér með félögum sínum. Mynd/Twittersíða Florida State
Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í kvöld bandarískir háskólameistarar með Florida State háskólanum eftir 1-0 sigur á Virginia í úrslitaleiknum.

Þetta er sögulegur sigur því Florida State hafði aldrei áður verið bandarískur háskólameistari í kvennafótbolta.

Stelpurnar eru núna ásamt liðsfélögum sínum á leiðinni í einkaflugvél heim til Tallahassee frá Boca Raton þar sem úrslitahelgin fór fram en stelpurnar spiluðu undanúrslitaleikinn á föstudagskvöldið.

Tallahassee er í norður Flórída og það tekur marga klukkutíma að keyra þangað frá Boca Raton á suður Flórída.

„Við erum þvílíkt dekraðar og við förum í einkaflugvél út um allt. Það tekur um sex tíma að keyra en við förum bara með einkaflugi," sagði Dagný Brynjarsdóttir í viðtali við Vísi.

Nú bíður sigurhátíð stelpnanna þegar þær lenda í á eftir eða hvað?

„Ég ætla rétt að vona að þau taki almennilega á móti okkur í Tallahassee," sagði Dagný í léttum tón en bætti svo við:  „Það er verið að undirbúa móttöku fyrir okkur á eftir. Við fengum þvílíkan stuðning í úrslitaleiknum og þetta var yndislegur dagur," sagði Dagný.

Ítarlegra viðtal við Dagnýju má lesa hér.


Tengdar fréttir

Dagný og Berglind háskólameistarar í Bandaríkjunum

Flórída State háskólinn með Dagnýju Brynjarsdóttur og Berglindi Þorsteinsdóttur innanborðs tryggði sér nú í kvöld sigur í háskóladeildinni í Bandaríkjunum með 1-0 sigri á Virginia í úrslitaleik.

Dagný fyrirliði meistara FSU: Gat ekki beðið um betra tímabil

Dagný Brynjarsdóttir kórónaði frábært tímabil og mögnuð fjögur ár með Florida State háskólanum í kvöld þegar hún og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu saman bandarískir háskólameistarar. Dagný var fyrirliði liðsins og tók við bikarnum í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×