Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 13:40 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Hópurinn greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn. Landsbankinn er nær alfarið í eigu skattgreiðenda og því hefur sala bankans á hlutnum í Borgun verið gagnrýnd, m.a. af þingmönnum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans telur að bankinn hafi fengið gott verð fyrir hlutinn í Borgun. „Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ sagði Steinþór í samtali við fréttastofu í vikunni. Þegar fjárfestar eru að meta virði hluta í fjármálaþjónustufyrirtækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mælikvarða en bara sjóðstreymi þeirra, að því er fram kemur í vefritinu Kjarnanum. Einn slíkur er að horfa á svokallað V/H hlutfall, sem á ensku nefnist Price Earnings Ratio, þegar reiknað er út hvað eigi að borga fyrir fjárfestingar. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp markaðsvirði félagsins sem er keypt á núvirði miðað við óbreyttan hagnað þess. Hagnaður Borgunar í fyrra var tæpur milljarður króna og markaðsvirði fyrirtækisins er um 6,9 milljarðar króna, ef miðað er við það verð sem hópurinn sem keypti af Landsbankanum greiddi fyrir. Kjarninn greinir frá því að V/H hlutfallið sé því 6,9. Þannig taki það Borgun hf. sjö ár að hagnast upp í markaðsvirði sitt miðað við afkomu fyrirtækisins í fyrra. Í Bandaríkjunum eru helstu greiðslukortafyrirtækin skráð á markað og V/H hlutfallið, tíminn sem það tekur fyrirtæki að greiða upp núverandi markaðsvirði miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá American Express. Fjárfestar styðjast líka við svokallað V/I hlutfall (e. Price to book ratio). Til að finna það út er markaðsvirði fyrirtækis deilt í eigið fé þess. Miðað við að markaðsvirði Borgunar sé 6,9 milljarðar króna og að eiginfjárstaða félagsins var þrír milljarðar króna um síðustu áramót er þetta hlutfall 2,2. V/I hlutfallið, markaðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá American Express. Hjá Borgun er það 2,2 miðað við kaupverðið sem nýju eigendurnir greiddu fyrir hlut sinn. Miðað við þessa mælikvarða er verðið sem greitt var fyrir Borgun hf. býsna lágt. Kjarninn greinir frá því að þegar önnur fyrirtæki séu skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, komi líka í ljós að verðlagningin á Borgun, miðað við ofangreind hlutföll, sé einnig mjög lág. Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða söluna á hlut bankans í Borgun ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Hópurinn greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn. Landsbankinn er nær alfarið í eigu skattgreiðenda og því hefur sala bankans á hlutnum í Borgun verið gagnrýnd, m.a. af þingmönnum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans telur að bankinn hafi fengið gott verð fyrir hlutinn í Borgun. „Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ sagði Steinþór í samtali við fréttastofu í vikunni. Þegar fjárfestar eru að meta virði hluta í fjármálaþjónustufyrirtækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mælikvarða en bara sjóðstreymi þeirra, að því er fram kemur í vefritinu Kjarnanum. Einn slíkur er að horfa á svokallað V/H hlutfall, sem á ensku nefnist Price Earnings Ratio, þegar reiknað er út hvað eigi að borga fyrir fjárfestingar. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp markaðsvirði félagsins sem er keypt á núvirði miðað við óbreyttan hagnað þess. Hagnaður Borgunar í fyrra var tæpur milljarður króna og markaðsvirði fyrirtækisins er um 6,9 milljarðar króna, ef miðað er við það verð sem hópurinn sem keypti af Landsbankanum greiddi fyrir. Kjarninn greinir frá því að V/H hlutfallið sé því 6,9. Þannig taki það Borgun hf. sjö ár að hagnast upp í markaðsvirði sitt miðað við afkomu fyrirtækisins í fyrra. Í Bandaríkjunum eru helstu greiðslukortafyrirtækin skráð á markað og V/H hlutfallið, tíminn sem það tekur fyrirtæki að greiða upp núverandi markaðsvirði miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá American Express. Fjárfestar styðjast líka við svokallað V/I hlutfall (e. Price to book ratio). Til að finna það út er markaðsvirði fyrirtækis deilt í eigið fé þess. Miðað við að markaðsvirði Borgunar sé 6,9 milljarðar króna og að eiginfjárstaða félagsins var þrír milljarðar króna um síðustu áramót er þetta hlutfall 2,2. V/I hlutfallið, markaðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá American Express. Hjá Borgun er það 2,2 miðað við kaupverðið sem nýju eigendurnir greiddu fyrir hlut sinn. Miðað við þessa mælikvarða er verðið sem greitt var fyrir Borgun hf. býsna lágt. Kjarninn greinir frá því að þegar önnur fyrirtæki séu skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, komi líka í ljós að verðlagningin á Borgun, miðað við ofangreind hlutföll, sé einnig mjög lág. Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða söluna á hlut bankans í Borgun ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33