Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk þegar Barcelona tapaði fyrir Wisla Plock 34-31 í Póllandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta.
Þrátt fyrir tapið er Barcelona efst í B-riðli og öruggt í 16 liða úrslit þó liðið eigi tvo leiki eftir í riðlinum.
Siarhei Rutenka skoraði 9 mörk fyrir Barcelona og Kiril Lazarov 7.
Nemanja Zelenovic skoraði 7 mörk fyrir Wisla Plock og Mariusz Jurkiewicz 6.
