Innlent

Jólasteik þingmanns reyndi að flýja

Bjarki Ármannsson skrifar
„Hann finnur eitthvað á sér,“ segir Ásmundur Einar Daðason um svínið sem slapp út í nótt.
„Hann finnur eitthvað á sér,“ segir Ásmundur Einar Daðason um svínið sem slapp út í nótt. Mynd/Ásmundur Einar/GVA
„Jú, ég er búinn að ná honum. Það opnaðist bara hurð og hann fór út,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar. Ásmundur greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að grís nokkur, sem til stendur að hafa í matinn á jólunum, slapp á bóndabæ hans í nótt.

Ásmundur staðfestir í samtali við Vísi að aðeins hafi verið um einn grís að ræða. Merkilegt nokk hefur þetta ekki verið eina svínið sem skrapp í óvæntan göngutúr í dag, því greint var frá því á mbl.is að svínið Sóli spókaði sig um í Mosfellsdal fyrr í dag.

„Það er greinilega eitthvað samhent átak í gangi hjá þeim,“ segir Ásmundur og hlær. „Þessi náttúrulega finnur eitthvað á sér, því hann er á leiðinni á Selfoss á mánudaginn.“

Ágætlega gekk að smala svíninu í snjónum og hefur honum verið komið fyrir á sínum stað.

„Hann er kominn aftur á öruggan stað og er væntanlegur á enn öruggri stað á mánudaginn,“ segir Ásmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×