Zlatan málaði fótboltaskóna sína svarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 14:30 Zlatan Ibrahimovic og skórnir hans. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic, sænski landsliðsframherjinn hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain vildi ekki framlengja skósamninginn sinn við Nike en kappinn vill enga smáaura fyrir nýjan skósamning. Zlatan Ibrahimović er kominn aftur inn á völlinn eftir mánaðarhlé vegna meiðsla og Svíinn öflugi skoraði sigurmark PSG á móti Nice um helgina. Það vakti hinsvegar ekki síður athygli að Zlatan Ibrahimovic mætti í skóm sem var búið að mála alla svarta og því var ekki hægt að sjá hvaðan þeir komu. Zlatan vildi ekki framlengja skósamning sinn við Nike en hann hefur verið ein stærsta fótboltastjarna Nike ásamt Cristiano Ronaldo. „Samingarviðræðurnar fóru út um þúfur fyrir tveimur til þremur vikum síðan. Það er ekkert annað tilboð á borðinu en ég er í miðjum viðræðum," sagði Zlatan Ibrahimovic í viðtali við hollenska fótboltablaðið Voetbal International. Puma hefur áhuga á að semja við Zlatan Ibrahimovic en hann lék í Puma-skóm á árum áður. Zlatan vill samkvæmt heimildum Aftonbladet í Svíþjóð fá fjögurra ára samning sem gefur honum 390 milljónir íslenskra króna á ári eða um einn og hálfan milljarð á þessum fjórum árum. Það sést ekki í hvernig skóm Zlatan Ibrahimovic spilar í en hann hefur hinsvegar sést í Adidas-skóm á æfingum með Paris Saint-Germain. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, sænski landsliðsframherjinn hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain vildi ekki framlengja skósamninginn sinn við Nike en kappinn vill enga smáaura fyrir nýjan skósamning. Zlatan Ibrahimović er kominn aftur inn á völlinn eftir mánaðarhlé vegna meiðsla og Svíinn öflugi skoraði sigurmark PSG á móti Nice um helgina. Það vakti hinsvegar ekki síður athygli að Zlatan Ibrahimovic mætti í skóm sem var búið að mála alla svarta og því var ekki hægt að sjá hvaðan þeir komu. Zlatan vildi ekki framlengja skósamning sinn við Nike en hann hefur verið ein stærsta fótboltastjarna Nike ásamt Cristiano Ronaldo. „Samingarviðræðurnar fóru út um þúfur fyrir tveimur til þremur vikum síðan. Það er ekkert annað tilboð á borðinu en ég er í miðjum viðræðum," sagði Zlatan Ibrahimovic í viðtali við hollenska fótboltablaðið Voetbal International. Puma hefur áhuga á að semja við Zlatan Ibrahimovic en hann lék í Puma-skóm á árum áður. Zlatan vill samkvæmt heimildum Aftonbladet í Svíþjóð fá fjögurra ára samning sem gefur honum 390 milljónir íslenskra króna á ári eða um einn og hálfan milljarð á þessum fjórum árum. Það sést ekki í hvernig skóm Zlatan Ibrahimovic spilar í en hann hefur hinsvegar sést í Adidas-skóm á æfingum með Paris Saint-Germain.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira