700 kr fyrir að nota hraðbanka: "Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2014 10:31 "Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir,“ segir Kristján. „Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins. Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
„Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins.
Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47