Eftirlíkingunum verður fargað Bjarki Ármannsson skrifar 15. desember 2014 14:38 Eftirlíkingarnar umtöluðu uppgötvuðust í fríi svæðisstjóra Cassina. Vísir Borgarlögmaður hefur staðfest að eftirlíkingum Le Corbusier-húsgagna í Ráðhúsi Reykjavíkur verður fargað. Greint var frá því í Fréttablaði dagsins í dag að sæti fyrir um 150 manns í Ráðhúsinu séu eftirlíkingar af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier. Ítalski húsgagnaframleiðandinn Cassina fór fram á það við borgina að þeim yrði fargað og frumhönnun keypt í þeirra stað.Uppgötvuðust fyrir tilviljun Skúli Rósantsson, söluaðilaðili Cassina á Íslandi, segir að ólöglegu eftirlíkingarnar hafi uppgötvast fyrir tilviljun í apríl. Reykjavíkurborg hafi haft tíma síðan þá til þess að fjarlægja eftirlíkingarnar en ekkert hafi verið aðhafst fyrr en málið rataði í fjölmiðla. „Svæðisstjóri Cassina var bara hérna í sumar og fór að skoða Ráðhús Reykjavíkur,“ segir Skúli. „Þá gengur hann bara inn á „kóperingar“ í hverju horni. Í kjölfarið ræddi hann við einhvern í Ráðhúsinu og það hófust einhver póstskrif í kjölfarið á því.“ Skúli segir að Cassina hafi boðist borginni að skipta eftirlíkingunum út fyrir upprunaleg húsgögn „nánast á kostnaðarverði“ en að borgin hafi ekki orðið við því. Hann segir þó að ef eftirlíkingunum verði fargað, sé málinu í raun lokið. Frétt DV um húsgögnin umtöluðu.Hurfu raðnúmerin í sýrubaði? Alex Colding, svæðisstjórinn sem uppgötvaði eftirlíkingarnar í heimsókn sinni til Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að raðnúmer vanti í burðargrind húsgagnanna. Þannig sjáist að ekki sé um frumhönnun að ræða. Fréttavefurinn Nútíminn bendir á það í frétt sinni í dag að grindur sumra húsgagnanna hafi hlotið sýrubað þegar þau voru flutt hingað til lands árið 1992. Frá því var greint í DV á sínum tíma. Þetta var gert vegna þess að hluti húsgagnanna kom hingað til lands frá Ítalíu krómhúðaður en ekki grár. „Mun þar hafa verið um að kenna handvömm móður hins ítalska framleiðanda,“ segir í frétt DV frá 10. apríl 1992 um málið. Nútíminn veltir því fyrir sér hvort þar sé komin útskýringin á því að raðnúmerin vanti. Tengdar fréttir Eftirlíkingar í ráðhúsinu gætu kostað borgina yfir 100 milljónir "Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa. 15. desember 2014 07:00 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Borgarlögmaður hefur staðfest að eftirlíkingum Le Corbusier-húsgagna í Ráðhúsi Reykjavíkur verður fargað. Greint var frá því í Fréttablaði dagsins í dag að sæti fyrir um 150 manns í Ráðhúsinu séu eftirlíkingar af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier. Ítalski húsgagnaframleiðandinn Cassina fór fram á það við borgina að þeim yrði fargað og frumhönnun keypt í þeirra stað.Uppgötvuðust fyrir tilviljun Skúli Rósantsson, söluaðilaðili Cassina á Íslandi, segir að ólöglegu eftirlíkingarnar hafi uppgötvast fyrir tilviljun í apríl. Reykjavíkurborg hafi haft tíma síðan þá til þess að fjarlægja eftirlíkingarnar en ekkert hafi verið aðhafst fyrr en málið rataði í fjölmiðla. „Svæðisstjóri Cassina var bara hérna í sumar og fór að skoða Ráðhús Reykjavíkur,“ segir Skúli. „Þá gengur hann bara inn á „kóperingar“ í hverju horni. Í kjölfarið ræddi hann við einhvern í Ráðhúsinu og það hófust einhver póstskrif í kjölfarið á því.“ Skúli segir að Cassina hafi boðist borginni að skipta eftirlíkingunum út fyrir upprunaleg húsgögn „nánast á kostnaðarverði“ en að borgin hafi ekki orðið við því. Hann segir þó að ef eftirlíkingunum verði fargað, sé málinu í raun lokið. Frétt DV um húsgögnin umtöluðu.Hurfu raðnúmerin í sýrubaði? Alex Colding, svæðisstjórinn sem uppgötvaði eftirlíkingarnar í heimsókn sinni til Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að raðnúmer vanti í burðargrind húsgagnanna. Þannig sjáist að ekki sé um frumhönnun að ræða. Fréttavefurinn Nútíminn bendir á það í frétt sinni í dag að grindur sumra húsgagnanna hafi hlotið sýrubað þegar þau voru flutt hingað til lands árið 1992. Frá því var greint í DV á sínum tíma. Þetta var gert vegna þess að hluti húsgagnanna kom hingað til lands frá Ítalíu krómhúðaður en ekki grár. „Mun þar hafa verið um að kenna handvömm móður hins ítalska framleiðanda,“ segir í frétt DV frá 10. apríl 1992 um málið. Nútíminn veltir því fyrir sér hvort þar sé komin útskýringin á því að raðnúmerin vanti.
Tengdar fréttir Eftirlíkingar í ráðhúsinu gætu kostað borgina yfir 100 milljónir "Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa. 15. desember 2014 07:00 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Eftirlíkingar í ráðhúsinu gætu kostað borgina yfir 100 milljónir "Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa. 15. desember 2014 07:00