Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. desember 2014 13:00 Gíslar voru látnir halda svörtum fána með hvítri áletrun í glugga kaffihússins. Vísir/AFP Ótilgreindum fjölda einstaklinga er nú haldið í gíslingu á kaffihúsi í borginni Sydney í Ástralíu. Óljóst er hvaða kröfur gíslatökumaðurinn, sem lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa borið kennsl á, eru. Hér er samantekt um það sem vitað er um ástandið:Ótilgreindur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina voru teknir gíslingu á kaffihúsi í fjármálahverfi Sydney um klukkan 9.45 að staðartíma. Gíslarnir eru ekki taldir vera fleiri en 30.Gíslatökumaðurinn hefur látið nokkra gísla hringja í fjölmiðla til að greina frá kröfum sínum. Að ósk lögreglu hefur ekki verið greint frá kröfunum opinberlega.Fimm gíslar hlupu út af kaffihúsinu en ekki hefur verið staðfest hversu margir eru þar ennþá. Það er ekki búið að skýra frá því hvort gíslunum var sleppt eða hvort þeir náðu að flýja á eigin spýtur. Myndband af því þegar gíslarnir komast út af kaffihúsinu má sjá neðst í fréttinni.Starfsmaður kaffihússins slökkti ljósin og er því myrkur innandyra. Lögregluyfirvöld hafa ekki viljað svara spurningum um hvers vegna. Maðurinn heitir Haron Monis. Hann er hælisleytandi frá Íran. Fyrrum lögmaður hans segir að Monis sé einangraður einstaklingur, en hann hefur verið ákærður fyrir fjölda brota. Hann gengur nú laus gegn tryggingu. Talið er að maðurinn sé einn að verki. Forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, hefur sagt gíslatökumanninn vera rekinn áfram af pólitískum ástæðum. Ekki hefur verið greint frá hverjar þær eru.Lögreglan vinnur að lausn málsins á þeim forsendum að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Unnið er að því að semja við manninn og reyna að finna út hvað það er sem hann vill.Moskur, sýnagógur og kirkjur víðsvegar um Ástralíu hafa sent boð til almennings um að koma og biðja fyrir gíslunum og friðsamlegri lausn á aðstæðunum. Samgöngur í Sydney munu vera opnar þegar íbúar fara til vinnu í fyrramálið að staðartíma að sögn ríkisstjóranum í New South Wales. Daglegt líf flestra borgarbúa á að ganga snurðulaust fyrir sig.Byssumanninn fýsir að koma skilaboðum frá sér en fjölmiðlar hleypa honum ekki að. Hann hefur gripið til þess ráðs að setja myndbönd frá kaffihúsinu inn á vefsíðuna Youtube.com. Myndböndin hafa verið fjarlægð af vefnum.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar ABC News. Nánari umfjöllun um ástandið má sjá fyrir neðan spilarann. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari fregnir berast. Tveir gíslar hafa verið látnir halda svörtum fána með hvítri áletrun upp að glugga kaffihússins. Aðrir hafa verið látnir standa við gluggana með hendurnar á þeim. Fáninn sem gíslarnir halda á er svartur með arabísku letri. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans.Ekki ISIS fáni Ástralía er eitt þeirra landa sem styður aðgerðir Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og lengi hefur verið óttast um hryðjuverk í landinu. Fáninn sem gíslarnir hafa verið látnir halda á er ekki fáni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Áletrunin er þekkt setning sem meðal annars má finna á fána Sádi-Arabíu og nokkur hryðjuverkasamtök hafa notað á fána sína og í skilaboðum. Þar á meðal er hópur sem berst í Sýrlandi, Jabhat Al-Nusra, sem tengist al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.Mikill viðbúnaður Hundruðir lögreglumanna hafa tekið þátt í aðgerðunum en lögreglustjórinn í New South Walse-ríki hefur staðfest að málið sé meðhöndlað sem hryðjuverkaárás, það er að sami viðbúnaður sé hjá lögreglu. Ástandið hefur þó ekki verið skilgreint sem hryðjuverk opinberlega. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.Vísir/AFPGreina ekki frá kröfunum Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að maðurinn væri rekinn áfram af pólitískum ástæðum. Ekki hefur verið gefið upp hverjar þær eru. Gíslatökumaðurinn hefur haft samband við fjölmðila ytra og gefið upp kröfur sínar en að beiðni yfirvalda hefur ekki verið greint frá þeim. Í nótt greindi Abbott frá því að þjóðaröryggisráðið hafi verið kallað saman til að fara yfir stöðuna. Þá sagði hann alríkisstjórnina styðja lögregluna í New South Wales með öllum mögulegum hætti.Segist hafa komið fyrir sprengjumByssumaðurinn sem heldur gíslum á kaffihúsi í Sydney segist hafa komið tveimur sprengjum fyrir á kaffihúsinu og tveimur öðrum í fjármálahverfi borgarinnar. Lögreglan segir þetta þó ekki vera rétt. Hann hefur verið í sambandi við lögreglu og fer fram á að fá að tala við Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu.Maðurinn er talinn vera vopnaður haglabyssu og sveðju. Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00 Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ótilgreindum fjölda einstaklinga er nú haldið í gíslingu á kaffihúsi í borginni Sydney í Ástralíu. Óljóst er hvaða kröfur gíslatökumaðurinn, sem lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa borið kennsl á, eru. Hér er samantekt um það sem vitað er um ástandið:Ótilgreindur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina voru teknir gíslingu á kaffihúsi í fjármálahverfi Sydney um klukkan 9.45 að staðartíma. Gíslarnir eru ekki taldir vera fleiri en 30.Gíslatökumaðurinn hefur látið nokkra gísla hringja í fjölmiðla til að greina frá kröfum sínum. Að ósk lögreglu hefur ekki verið greint frá kröfunum opinberlega.Fimm gíslar hlupu út af kaffihúsinu en ekki hefur verið staðfest hversu margir eru þar ennþá. Það er ekki búið að skýra frá því hvort gíslunum var sleppt eða hvort þeir náðu að flýja á eigin spýtur. Myndband af því þegar gíslarnir komast út af kaffihúsinu má sjá neðst í fréttinni.Starfsmaður kaffihússins slökkti ljósin og er því myrkur innandyra. Lögregluyfirvöld hafa ekki viljað svara spurningum um hvers vegna. Maðurinn heitir Haron Monis. Hann er hælisleytandi frá Íran. Fyrrum lögmaður hans segir að Monis sé einangraður einstaklingur, en hann hefur verið ákærður fyrir fjölda brota. Hann gengur nú laus gegn tryggingu. Talið er að maðurinn sé einn að verki. Forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, hefur sagt gíslatökumanninn vera rekinn áfram af pólitískum ástæðum. Ekki hefur verið greint frá hverjar þær eru.Lögreglan vinnur að lausn málsins á þeim forsendum að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Unnið er að því að semja við manninn og reyna að finna út hvað það er sem hann vill.Moskur, sýnagógur og kirkjur víðsvegar um Ástralíu hafa sent boð til almennings um að koma og biðja fyrir gíslunum og friðsamlegri lausn á aðstæðunum. Samgöngur í Sydney munu vera opnar þegar íbúar fara til vinnu í fyrramálið að staðartíma að sögn ríkisstjóranum í New South Wales. Daglegt líf flestra borgarbúa á að ganga snurðulaust fyrir sig.Byssumanninn fýsir að koma skilaboðum frá sér en fjölmiðlar hleypa honum ekki að. Hann hefur gripið til þess ráðs að setja myndbönd frá kaffihúsinu inn á vefsíðuna Youtube.com. Myndböndin hafa verið fjarlægð af vefnum.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar ABC News. Nánari umfjöllun um ástandið má sjá fyrir neðan spilarann. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari fregnir berast. Tveir gíslar hafa verið látnir halda svörtum fána með hvítri áletrun upp að glugga kaffihússins. Aðrir hafa verið látnir standa við gluggana með hendurnar á þeim. Fáninn sem gíslarnir halda á er svartur með arabísku letri. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans.Ekki ISIS fáni Ástralía er eitt þeirra landa sem styður aðgerðir Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og lengi hefur verið óttast um hryðjuverk í landinu. Fáninn sem gíslarnir hafa verið látnir halda á er ekki fáni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Áletrunin er þekkt setning sem meðal annars má finna á fána Sádi-Arabíu og nokkur hryðjuverkasamtök hafa notað á fána sína og í skilaboðum. Þar á meðal er hópur sem berst í Sýrlandi, Jabhat Al-Nusra, sem tengist al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.Mikill viðbúnaður Hundruðir lögreglumanna hafa tekið þátt í aðgerðunum en lögreglustjórinn í New South Walse-ríki hefur staðfest að málið sé meðhöndlað sem hryðjuverkaárás, það er að sami viðbúnaður sé hjá lögreglu. Ástandið hefur þó ekki verið skilgreint sem hryðjuverk opinberlega. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.Vísir/AFPGreina ekki frá kröfunum Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að maðurinn væri rekinn áfram af pólitískum ástæðum. Ekki hefur verið gefið upp hverjar þær eru. Gíslatökumaðurinn hefur haft samband við fjölmðila ytra og gefið upp kröfur sínar en að beiðni yfirvalda hefur ekki verið greint frá þeim. Í nótt greindi Abbott frá því að þjóðaröryggisráðið hafi verið kallað saman til að fara yfir stöðuna. Þá sagði hann alríkisstjórnina styðja lögregluna í New South Wales með öllum mögulegum hætti.Segist hafa komið fyrir sprengjumByssumaðurinn sem heldur gíslum á kaffihúsi í Sydney segist hafa komið tveimur sprengjum fyrir á kaffihúsinu og tveimur öðrum í fjármálahverfi borgarinnar. Lögreglan segir þetta þó ekki vera rétt. Hann hefur verið í sambandi við lögreglu og fer fram á að fá að tala við Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu.Maðurinn er talinn vera vopnaður haglabyssu og sveðju.
Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00 Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00
Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12