Rithöfundar gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2014 19:00 Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins. Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Stjórnarandstaðan fordæmdi hækkun á lægra þrepi virðisaukaskattsins við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra sagði skattkerfisbreytingarnar hins vegar stuðla að lækkun verðlags. Rithöfundar sem mættu á þingpalla gripu fyrir augu og eyru á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Áður en atkvæðagreiðslan um breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu hófst á Alþingi í dag höfðu rithöfundar með táknrænum hætti raðað eintökum af ljóðabókinni NEI eftir Ara Jósefsson á tröppurnar við aðalinngang Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins á matvæli, bækur, tónlist og fleira. „Og ég mun segja nei við þessari tillögu, virðulegur forseti, því ég styð það ekki að hækka álögur á almenning í landinu. Og ég styð það svo sannarlega ekki að hækka verð á bókum og tónlist og ég vil nota þetta tækifæri og vara háttvirta þingmenn við, því hér er búið að færa fram varnaðarorð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þá sögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli úr 7 prósentum í 11 kæmi verst niður á þeim sem minnst hefðu á milli handanna og minntu formann Framsóknarflokksins og þingenn flokksins á fyrri heitstrengingar í þessum efnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði frumvarpið ásamt afnámi vörugjalda færa fimm milljarða til heimilanna í landinu og breytingarnar á kerfinu væru tímabærar. Kerfið læki og fjölgun ferðamanna sýndi að það væri ekki að skila því sem það ætti að skila. Verðlag muni lækka og kaupmáttur aukast. „Það er ótrúlegt að sjá menn koma hér upp og nefna einn og tvo vöruflokka. En sjá ekki allt hitt sem er t.d. í efra þrepinu. Þetta er í efra þrepinu,“ sagði fjármálaráðherra og benti á viðinn og hljóðnemana í ræðupúltinu á Alþingi. „Fötin sem við erum í, ljósin, málningin, gólfið, teppið, þakið, grindverkið þarna uppi. Allt er þetta í efra þrepinu,“ sagði Bjarni en afnám almennra vörugjalda mun lækka margt af þessum vörum í verði. Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambandsins ásamt öðrum rithöfundum fjömenntu á þingpalla og þegar atkvæði voru greidd um um hækkun skattsins á bækur og tónlist gripu þeir fyrir augu og eyru og gengu svo út úr þinghúsinu. Hvers vegna er það svona bagalegt að virðisaukaskattur á bækur hækki um þessi prósentustig? „Þetta er afar táknræn og hugmyndafræðileg aðgerð hjá stjórnvöldum að leggja skatt á menningu með þessum hætti. Um alla Evrópu eru menn að lækka og afnema skatt á bókum til að efla læsi,“ segir Kristín Helga. Sem dæmi séu Norðmenn að afnema virðisaukaskatt á bókum vegna þess að þeir telji sig vera að verja örtungumál. „Þannig að ef norska er orðin örtunga þá er íslenska kannski leynimál,“ sagði formaður Rithöfundasambandsins.
Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira